- Mjóbekkurinn er í stíl við Matborð með áföstum bekkjum. Hann fer vel við enda borðsins og dugar fyrir einn til tvo á hvorum enda.
- Vegna þess hve bekkurinn er mjór þá fer lítið fyrir honum standandi upp við vegg.
- Bekkurinn er 53 cm á dýpt og 90 cm á hæð og kemur í tveimur lengdum; tveggja manna sem er 110 cm langur og þriggja manna sem er 150 cm langur.
- Hægt er að fá bekkinn málaðan með viðarvörn. Óskir um lit og tegund varnar má tiltaka í textasvæði hér til hliðar. Ef ekkert er tilgreint verður haft samband og upplýsingar veittar um möguleika.
Hægt er að fá texta og tákn fræst í bakfjalir bekksins. Hægt er að panta fræsingu undir vörunni "Fáðu krotað á þína fjöl" hér á síðunni. Einnig má tilgreina í textasvæði hér til hliðar að óskað sé eftir fræsingu og þá verður haft samband varðandi útfærslu.
- Mögulegt er að fá bekkinn sérsmíðaðan í öðrum lengdum. Einnig er hægt að smíða hann án baks, með dýpri setu (leitið upplýsinga).
Mjóbekkur
kr52,000Price
0/500
Grunnverð miðast við tveggja manna bekk, ómálaðan.


