top of page

SKEMMTILEG VERKEFNI

sem sveitasælan hefur fóstrað

Hér ætlum við að setja upplýsingar um ýmislegt sem litið hefur dagsins ljós við dútl okkar og dund í Brekkubæ.

 

Allar hafa þessar afurðir átt ljúfa meðgöngu og stundum langa, með tilheyrandi heilabrotum og uppgötvunum. 

Ef eitthvað af þessu vekur áhuga þá er um að gera að líta við og skoða og spyrja og mæla og pæla.

dutlogdund.png
20190705_111829.jpg

LEIKSÁTAN

Þegar komnar voru rólur og sandkassi á leiksvæðið hvarflaði hugurinn að einhvers konar klifurgrind fyrir krakkana. Hóll er við hliðina á leiksvæðinu og þar var hægt að reisa eitthvað skemmtilegt.

Á netinu má finna margar myndir af klifurgrindum og þar má meðal annars finna ýmsar útfærslur af því sem á útlensku er kallað "Playhive", sem þýða má sem leiksátu. 

Ein af þessum útfærslum heillaði mest og hún varð loks að veruleika árið 2017, eftir töluvert stúss. 

NIÐURGRAFIÐ GRÓÐURHÚS

Áhugi á ræktun hefur lengi fylgt fjölskyldunni. Það lá því strax fyrir að við mundum koma okkur upp aðstöðu til plöntuuppeldis, bæði fyrir tré til að planta út í landið og til forræktunar á sumarblómum og matjurtum.

Fyrir valinu varð niðurgrafið gróðurhús sem nýtir skjólið og veikan varmann frá jörðinni, neðan frosts, til að slá á mesta vetrarkuldann.

Fyrirmyndin eru hús sem lengi hafa verið brúkuð hátt í Andesfjöllum. Þar skín sólin hátt á lofti allan veturinn en lofthitinn er ekki nægur vegna hæðar yfir sjávarmáli til að hægt sé að rækta allt árið.

 

Mokaðir eru mannhæðardjúpir skurðir og reft yfir þá með gegnsæju efni svo sólin nái að veita matjurtum sem undir vaxa birtu og yl, auk þess sem gegnum veggina streymir varmi um nætur og heldur frosti frá. 

Hér á landi er ekki hægt að hafa slík hús svona mikið niðurgrafin því sólin er svo lágt á lofti á veturna og birtan skilar sé ekki inn. En að fara hálfa leið var pælingin. Og þetta hefur virkað svona ljómandi vel. Við ræktum reyndar ekki matjurtir í því á veturna en það helst frostfrítt flesta mánuði ársins og frostið dimmustu mánuðina nær aldrei mörgum gráðum.

Við notum það fyrst og fremst til sáningar og plöntuuppeldis auk þess sem þar eru tvö eplatré sem gefa jafnan vel af sér á haustin. 

20180528_143117.jpg
bottom of page