top of page

SKILMÁLAR

Fjallakus

Fjallakus er vörumerki á vegum Sveins Björnssonar (kt. 151258-5659 / vsk nr. 104308) og fjölskyldu. Undir vörumerkinu eru framleidd og seld útihúsgögn og fleira. Smíðin fer fram í Grafarvoginum í Reykjavík og í Grímsnesinu og eru eintök af flestum vörutegundum jafnan til sýnis á báðum stöðum.

Upplýsingar um vörur

Seljandi veitir upplýsingar um vörurnar í síma, með tölvupósti eða augliti til auglitis eftir bestu vitund hverju sinni. Upplýsingar á þessum vef, www.fjallakus.com, eru birtar með fyrirvara um mögulegar innsláttarvillur og aðra ágalla í framsetningu texta og mynda og birtingu síðunnar. Verð sem gefið er upp á vörum er staðgreiðsluverð með virðisaukaskatti.

Ábyrgð

Húsgögnin eru smíðuð úr sérvöldu, gagnvörðu efni, greni/furu, sem ætlað er til smíða á hvers kyns tréverki utanhúss. Viðurinn getur verið kvistóttur og mynstur fjölbreytt. Hann er gegnheill og getur tekið breytingum með aldri. Varðveita má áferð og útlit viðarins og lengja endingartíma með því að bera á hann viðarvörn. Járngrindur húsgagna eru úr þykku smíðajárni - ekki húsgagnajárni - og eru heithúðaðar með zinki. Húsgögnin uppfylla kröfur til öryggis útihúsgagna sem gerðar eru af Evrópusambandinu í ÍST EN 581-1:2017 og eiga við hér á landi. Húsgögnin eru seld með framangreindum eiginleikum og ber seljandi ábyrgð á göllum í samræmi við ákvæði neytendakaupalaga nr. 48/2003. Seljandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem er afleiðing af notkun, meðferð eða staðsetningu vörunnar eftir afhendingu.

Pöntun, smíði og afhending

Húsgögnin eru smíðuð í stöðluðum stærðum í litlum lotum og er lager jafnan takmarkaður eða enginn. Afgreiðslutími er því oftast einhverjir dagar og getur farið upp í vikur. Sérsmíði er möguleg, ef óskað er. Hægt er að panta húsgögnin í síma (s: 771-8999), með tölvupósti (fjallakus@fjallakus.com), skilaboðum eða á fyrrgreindum smíðastöðum, í Grafarvoginum í Reykjavík, og í Grímsnesinu. Þar eru húsgögnin afhent en einnig er hægt að fá þau keyrð á afhendingarstað á Suðvesturhorninu, eftir nánara samkomulagi. Akstursgjald tekur mið af vegalengd sem ekin er. Senda má húsgögn til annarra landshluta með flutningaþjónustufyrirtækjum. Afhendingartími pantaðra vara er samkomulagsatriði og upplýsingar um framvindu eru veittar í síma eða með tölvupósti.

Greiðslur

Greiðslur er hægt að inna af hendi með peningum, bankamillifærslu eða færslu af kortum eða reikningi á símanúmerið 771-8999 (Sveinn Björnsson) með greiðslumiðlunaröppum (s.s. Aur / Kass). Ekki er tekið við greiðslukortum og ekki hægt að ganga frá viðskiptum hér á heimasíðunni. Reikningur (kaupnóta) er gefin út við greiðslu. Greiðslu þarf í síðasta lagi að inna af hendi við afhendingu. Greiðslufrestur er ekki veittur. Ef keypt er málun á vöru skal inna af hendi greiðslu í síðasta lagi þegar málun hefst. Flutning seljanda á vöru til kaupanda þarf að greiða áður en lagt er af stað.

Skilaréttur og endurgreiðsla

Greiðslur sem inntar eru af hendi  fyrir afhendingu, t.d. við pöntun, er jafnan hægt að fá endurgreiddar, ef kaupandi hættir við kaupin áður en vara er afhent. Málun á vöru fæst ekki endurgreidd og seljandi getur einnig sett skorður við fullri endurgreiðslu á vörum ef pöntun er stór og kallar á sérstaka framleiðslu. Kostnaður við flutning seljanda á vöru til kaupanda er ekki endurgreiddur, eftir að lagt er af stað með vöruna.

Tíu daga skilaréttur er á vöru frá afhendingardegi að telja. Skila skal vöru á annan framangreindra afhendingarstaða í Reykjavík og Grímsnesi, eftir nánara samkomulagi, eða greiða seljanda fyrir að sækja hana á notkunarstað. Skilyrði fyrir því að hægt sé að skila vörum og fá endurgreiðslu er að hún sé óskemmd og í upprunalegu ástandi og að kaupnótu (reikningi) sé framvísað. Málun og flutningur fæst ekki endurgreiddur, eins og áður sagði.

Ef sannanlegur galli kemur í ljós á vöru er hann bættur, samkvæmt nánara samkomulagi, á þann hátt að seljandi gerir við vöruna, skiptir henni út fyrir samskonar nýja vöru, veitir afslátt af upphaflegu kaupverði eða tekur við hinni gölluðu vöru gegn endurgreiðslu kaupverðs. Sýna þarf kaupnótu (reikning) þegar galli er tilkynntur. 

Persónuupplýsingar

Fyllsta öryggis og trúnaðar er heitið við meðferð persónuupplýsinga sem seljandi kann að fá í tengslum við viðskipti og notkun heimasíðunnar www.fjallakus.com. Þessum upplýsingum verður ekki dreift til þriðja aðila.

bottom of page