top of page
Matborð | bekkir með baki
  • Borðið kemur í þremur stærðum, lítið, meðalstórt og stórt.
  • Grunnútgáfan er meðalstórt borð með 1 x 2m borðplötu. Vel fer um sex fullorðna á áföstum bekkjum, auk þess sem gott rými er fyrir einn til tvo við hvorn enda t.d. á Mjóbekk.
  • Stóra borðið er með 1 x 2,4 m borðplötu. Vel fer um átta fullorðna á áföstum bekkjum og einn eða tvo við hvorn enda.  
  • Stutta borðið er með 1 x 1,6 m borðplötu. Vel fer um fjóra fullorðna á áföstum bekkjum og einn eða tvo á hvorum enda.
  • Mögulegt er að hafa borðin mjórri  (0,88 m í stað 1 m) eða breiðari (1,12 m).  Gott rými er fyrir tvo fullorðna við hvorn enda á breiðari borðunum, auk þeirra sem sitja á áföstu bekkjunum. Óskir um mjórri eða breiðari borðplötu má setja í textasvæðið hér til hliðar.
  • Hægt er að fá borðin máluð með viðarvörn. Óskir um lit og tegund varnar má tiltaka í textasvæði hér til hliðar. Ef ekkert er tilgreint verður haft samband og upplýsingar veittar um möguleika.
  • Hægt er að hafa dregarana alveg niður við jörð, t.d. þegar undirlag er mjúkt (sjá mynd). Tilgreinið í textasvæði hér til hliðar ef óskað er eftir þessu.
  • Hægt er að fá texta og tákn fræst í bakfjalir bekkjanna og í fjalir sem festa saman fætur borðsins (sjá myndir). Hægt er að panta fræsingu undir vörunni "Fáðu krotað á þína fjöl" hér á síðunni. Einnig má tilgreina í textasvæði hér til hliðar að óskað sé eftir fræsingu og þá verður haft samband varðandi útfærslu.

Matborð | bekkir með baki

kr223,000Price
0/500
Quantity
  • Grunnverð miðast við ómálað, meðalstórt borð.

bottom of page