Borðið er hátt og hentar vel fyrir pizzaofn.
- Dýpt 75 cm, breidd 90 cm, hæð 95 cm.
- Skápur fyrir 10kg. gaskút.
Valkostir:
- Hægt er að fá borðið málað með viðarvörn. Haft verður samband varðandi lit og tegund varnar ef ekkert er tiltekið í textasvæði hér til hliðar.
- Hægt er að fá hjól undir borðið öðrum megin. Borðið sest á hjólin þegar hinum enda þess er lyft.
- Hægt er að fá fasta hraðkúplingu fyrir gas. Með henni má tengja/aftengja gastæki með hraði án þess að losa frá kúti.
Séróskir:
Á myndum má sjá slíður fyrir 12" pizzaspaða og hanka fyrir grilláhöld. Einnig má sjá hjól báðum megin á borðinu, sem getur verið þægilegt við þröngar aðstæður. Ef borðið á að standa við hlið útigrills, þá getur verið þægilegur möguleiki að samnýta gaskútinn og geta notað hraðkúplinguna til að tengja tækin til skiptis, nú eða hafa tvær hraðkúplingar á borðinu ef nota á tvö gastæki samtímis. Ef ekki á að nota borðið undir gastæki, heldur sem útivinnuborð, þá má t.d. útfæra kútgeymsluna sem skáp með hillum.
Óska má eftir þessum eða öðrum sérútfærslum. Einnig er í boði aðstoð við frekari frágang gaslagna og fræsingu á texta eða tákna í fjalir borðsins (sjá vöruna "Fáðu krotað á þína fjöl" hér á síðunni). Tilgreinið séróskir í textasvæðinu hér til hliðar og þá verður haft samband varðandi möguleika og verð.
STAPI-90: Útigrillborð
Grunnverð miðast við ómálað borð, án hjóla, gaslagna og annarra séróska.


