top of page
Dingull - rólustóll

 

  • Stóllinn er smíðaður úr gagnvörðum viði og situr á sterkri járngrind, sem er heithúðuð með sinki, til að tryggja áratuga endingu. Keðjur og keðjulásar eru úr ryðfríu stáli.
  • Skemill er áfastur og rólar með stólnum.
  • Dingullinn er boðinn í tveimur útfærslum, annars vegar með framhjólum og handfangi að aftan svo auðvelt sé fyrir einn mann að færa hann til og hins vegar án hjóla og handfangs en þá er erfiðara fyrir einn að færa hann til.
  • Stólinn má gera mjög persónulegan og aðlaga aðstæðum á hverjum stað, því járngrindina má mála í hvaða lit sem er og á stólinn má bera viðarvörn í hvaða lit sem er. Hægt er að skrá ósk um málun í textasvæðið hér til híðar og þá verður haft samband varðandi útfærslu og kostnað.
  • Stóllinn rólar mjög auðveldlega og segja má að "ef þú blakar tánum þá dinglarðu".
  • Tilvalið er að láta fræsa einhvern texta á fremstu setfjölina (sjá mynd). Panta má fræsingu undir vörunni "Fáðu krotað á þína fjöl" hér á síðunni. Einnig má tilgreina í textasvæði hér til hliðar að óskað sé eftir fræsingu og þá verður haft samband varðandi útfærslu.

Dingull - rólustóll

kr135,000Price
0/500
Quantity
  • Grunnverð Dinguls miðast við járngrind án framhjóla og handfangs að aftan.

bottom of page