top of page

Það eykur endingu gastækja og dregur út hættu á að þeim verði stolið ef hægt er að kippa þeim inn þegar þau eru ekki í notkun. Þetta borð hentar fyrir tvö gastæki, pizzaofn á efra borði og t.d. ferðagrill eða gashellur á neðra borði. 

  • Dýpt 75 cm, breidd 150 cm, hæð 95 cm.
  • Hærra borðið: Dýpt 75 cm, breidd 80 cm og hæð 95 cm. 
  • Lægra borðið: Dýpt 60 cm, breidd 90 cm og hæð 75 cm.
  • Skápur fyrir 10kg. gaskút.

 

Valkostir:

  • Hægt er að fá borðið málað með viðarvörn. Haft verður samband varðandi lit og tegund varnar ef ekkert er tiltekið í textasvæði hér til hliðar. 
  • Hægt er að fá hjól undir borðið öðrum megin. Borðið sest á hjólin þegar hinum enda þess er lyft. 
  • Hægt er að fá fasta hraðkúplingu fyrir gas. Með henni má tengja/aftengja gastæki með hraði án þess að losa frá kúti.

 

Séróskir:

Mögulegt er að útbúa slíður fyrir 12" pizzaspaða og hanka fyrir grilláhöld. Ef nota á tvö grilltæki samtímis má hafa tvær hraðkúplingar sem tengjast sama gaskútnum.  Hægt er einnig að smíða spegilútgáfu af borðinu, ef það hentar betur, þ.e. með efra borðið hægra megin við það lægra.

 

Óska má eftir þessum eða öðrum sérútfærslum. Einnig er í boði aðstoð við frekari frágang gaslagna og fræsingu á texta eða táknum í fjalir borðsins (sjá vöruna "Fáðu krotað á þína fjöl" hér á síðunni). Tilgreinið séróskir í textasvæðinu hér til hliðar og þá verður haft samband varðandi möguleika og verð.

STAPI-150z: Útigrillborð

kr95,000Price
0/500
Quantity
  • Grunnverð miðast við ómálað borð, án hjóla, án gaslagna og án fræsingar.

bottom of page